Contact

Ég heiti Lárus Sigurðarson og er 41 ára gamall ljósmyndari, búsettur í Reykjavík.

20140311_0003.jpg

Ég byrjaði frekar seint að taka myndir, eignaðist mína fyrstu myndavél árið 2000 en þetta vatt fljótt upp á sig og ég byrjaði að taka ljósmyndun alvarlega sumarið 2003.  Í kjölfarið fór ég í Iðnskólan í Reykjavík haustið 2006 (heitir víst Tækniskólinn í dag) og útskrifaðist þaðan af ljósmyndabraut vorið 2007.  Ég fór svo á samning hjá auglýsinga/markaðsstofunni Expo og tók sveinspróf í ljósmyndun haustið 2008 og er því lærður ljósmyndari. 

Ég tek að mér allskonar myndatökur, bæði auglýsingaverkefni og portrettmyndatökur, mér finnst gaman að fjölbreytni og er til í flest.  Ég hef líka jafn gaman af því að mynda úti eða á einhverjum flottum stað og hefðbundnum stúdiómyndatökum og ferðast hvert sem er.  Ég er opinn fyrir öllum hugmyndum og hvet alla sem koma til mín í myndatöku að bera þær undir mig og ég finn leið til að framkvæma þær.  Ef þið viljið skoða fleirri myndir þá er ég með mjög stórt safn ljósmynda á flickr.

Stúdíóið heitir Studio 178 og er á Laugavegi 178. Það er samt gengið inn frá Bolholti en ekki Laugaveginum, sömu megin og það stendur Trackwell stórum stöfum á húsinu, inngangurinn er merktur "Laugavegur 178 við Bolholt" og er vinstra megin við Reykjavík Foto. Það er einungis rauð lyfta og stigagangur á jarðhæð. Ég er á þriðju hæð innst inn ganginn, beint á móti Nærmynd, hurðin uppi er merkt Studio 178. 


Lárus Sigurðarson - Laugavegur 178 - 105 Reykjavík - Sími: +354 661 8009 - larus@larus.is